ég skil ekki alveg baugsmálið, ég er búin að reyna að lesa um það hjá Mogganum og Fréttablaðinu, horfa á Jón Ásgeir í Kastljósi og spurja pabba, en ég bara skil þetta ekki alveg. Er þetta ofsókn frá Dabba og co eða er hann Jonni aðeins að tippla í kringum það sem er í lagi?? Pabbi sagði að þetta væri eins og með hann, nema bara öðruvísi..hmm,okey... en er ekki málið það að Jonni fékk lánaðann pening frá félögunum sínum á öðrum forsendum en borgaði síðan allt tilbaka, meira að segja þessar 60 milljónir sem löggan og dabbi eru að leita að??
þetta er eitthvað undarlegt mál..sama frá hvorri hlið er skoðað...Jonni segist treysta á dómskerfið, íslenska dómskerfið þá sem dæmir barnaníðinga til 3 mánaða skilorðsbundins dóms og menn sem skulda "klink" og borga meira en 70% af skuldinni tilbaka í árs fangelsi... gott að hann trúi á íslenska dómskerfið og réttlætið sem það mun sína honum.
good luck djonní boj, jú ar góing tú níd it!
hefur sigga bætt svona á sig??
nei nei,ekki er það svo, ég er bara í svo litlu rými að ég virka eins og kona komin 2 mánuði fram yfir níu mánuðina....
ég er að flytja í skókassa.
þar sem hreinskilni er nýja blogg mottóið mitt þá verð ég að tjá mig um músarholuna mín, hún er svo sannarlega ekki upp í nös á ketti.
Í dag vaknaði ég full tilhlökkunar yfir því að fá lyklana að stúdentagarðaíbúðinni minni. Ég vaknaði eldsnemma með hálsbólgu og kvef en hress þrátt fyrir veikindi og grá myglaðan storm úti. Ég fór og tók til fötin mín sem ég er búin að sakna svo sárt í allt sumar,þvóði rúmfötin mín og raðaði kössum inní bílinn hennar mömmu, plataði pabba meira að segja til að hjálpa mér að flytja!
Pabbi splæsti í góðan og hollan lönsj á Maður lifandi, splæsti ritföng fyrir skólann og kaffi og köku á Kaffitár; var hægt að biðja um meira áður en ég færi að flytja?! gott ef það stytti ekki upp og sást til sólar. fengum meira að segja stæði beint fyrir utan Kaffitár niðri í bæ! Ég reddaði mér mega grafískum hönnuði sem gefur mér mjög góðan díl og getur tekið þetta að sér strax....
Things and life were good and smiling at me...
Þegar komið var að Suðurgötu 121 breyttist þetta :) í ;), hæðnisbros, ef eitthvað hljómar of vel þá er það það yfirleitt...góð speki það.
Ég er snobbuð.
Ég er góðu vön.
Mér féllust hendur þegar ég sá skókassann sem ég er að flytja inn í.
Þetta er ótrúlega lítil herbergi, bílskúrinn á Dvergholtinu var stærri, með undarlegri glugga arrangement, hlutfallslega of stóru baðherbergi, loftlausri geymslu, alltof stórum skápum og svalahurð sem fokkar öllu upp...
var ég búin að segja að það er ENGINN ofn! hvað ef mig langar í hvítlauksbrauð... eða enchiladas...eða köku...eða gratin???? ekki nóg með það er ógeðs dúkur á baðinu og myglað sturtuhengi og engin botn þannig ég þarf að skafa..ALLTAF..allt vatn! svo er bara einn lítill gluggi og engar formlega svalir, ef svalir má kalla, OG þetta er úti í RASSGATI, ég verð 20 min að labba í bæinn í GÓÐU veðri og allavega 10 mín í skólan EF ég hef MEÐvind....
weeeehhhhhweeehhhhh,grenjgrenj,tár tár.... stump stump,krepptir hnefar og ég orga:
"ég vil ekki eiga heima hér!!!" eins og ólafur Haukur myndi orða þetta "ég á ekki heima í blokk mér færi betur í höll með þjón og kokk.."
ég fann andlitið mitt blandast í nýjan eldrauðan lit, vítislogar myndi liturinn kallast i málingardeild húsasmiðjunar, ég fann nýja æð springa út á miðju enninu sem varð eina tenging heilans við restina af búknum með hjartslætti eins og lítill hamstur á hlaupahjóli; það tók að dropa úr krepptum lófunum og eitt tár féll á heita og rauða kinnina. Ég hét því að ENGIN skyldi ALDREI fá að koma í heimsókn í skápinn sem ég er að fara inn í, hver ég verð þegar ég kem útúr honum veit ég ekki, sjáum til í jólafríinu ef ég verð þá ekki samvaxin veggjunum, það getur víst gerst þegar manneskja er lengi í þröngu rými...
ég geri mér grein fyrir svartsýni og neikvæðni.
kannski er þetta ekki SVO slæmt, kannski get ég alveg gert þetta kósí með vanillukertum og siggu hlébarða-touchi....
en VÁVÁVÁVÁ,sjokkið sem ég fékk! þetta er næstum eins og herbergið hans pabba á Kvíabryggju. Ég kem engu fyrir nema rúminu mínu, kannski tölvunni líka ef ég hef hana upp í rúmi...
kannski hætti ég núna að skipta oft um skoðun...plássleysi heldur mér á sömu skoðunnunni og ég var á áður en ég flutti inn, best ég geri upp við mig hvern ég vil í borgarstjórn annars kýs ég Ingibjörgu...
á sémsagt bara að kúka á námsmenn? Best að láta þá fá lítinn pening og vera fátæk og skrimpta öll námsárin, látum þau svo búa í skápum þar sem þau sofa upprétt í innfallna rúminu og lifa á poppkexi... eins gott að ég verði bitur kona með gráðu, einmitt það sem allir vilja í samfélaginu; bitur sálfræðingur sem rukkar fimmfalt..
hvaða ríkistjórn er við völd?
í hvaða landi bý ég?
er námsmaður=aumingji sem á ekkert gott skilið?
LÍN ER LÁN, ekki GEFINS peningur,
hvernig væri ef ég bara mætti vinna með skóla ef ég vildi gera það engin skerðing-ekkert bögg,kannski 100 þús á mán í framfærslu??
STÚDENTAÍBÚÐIR EIGA AÐ VERA ÓDÝRAR,
ekki 30 þús MEÐ húsaleigubótum, hvernig væri 15-20 þús??
ég vissi ekki að við námsmenn værum svona miklir martyr...
en svona er ísland í dag...
dagurinn á morgun verður góður
ég ætla að læra aðferðarfræði
ég ætla að borða mömmu mat
ég ætla að svara tölvupósti
ég tek dóróteu á þetta og þá verður allt í lagi, allt spurning um hugarástand;
theres no place like home
theres no place like home..
i have a feeling i am not in kansas anymore...
wicked witch of the south
siggadögg
miðvikudagur, ágúst 17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Sjáðu góðu hliðina á þessu......þú ræður hvað þú gerir og hvernig þú gerir það, hversu mörg og hvar vanillu kertin eiga að vera. Það er enginn sem getur sagt þér að þú megir ekki eða eigir að gera eitthvað. Þú ert soddann snillingur þetta verður orðið að höll ef ég þekki þig rétt eftir smá stund. KJ
Hehehe ég fékk einmitt svipað sjokk þegar ég kom fyrst í íbúðina mína á Eggertsgötunni, og hún var 36fm og mikið betur uppröðuð en á Suðurgötunni. Þannig að ég skil hvað þú átt við. En þegar þú ferð að raða inn og gerir þetta að þínu þá á þér eftir að líða rosalega vel þarna. Það er líka pínu heimavistarstemmning þarna, ég öfundaðist oft útí fólkið þarna með það. Alltaf sameiginleg partý og skemmtilegheit hjá fólkinu í húsinu. Tækifæri til að kynnast nýju fólki ;) Gangi þér vel....
ohhhh ég þakka fyrir afskaplega góðan stuðning!
ég veit að ég get alveg gert gott úr þessi, bara að taka korters drama og vekja athygli á stöðu stúdenta :) en með dorm fílinginn vissi ég ekki, takk fyrir það Anna...hmmm,þannig að ég er að fá ameríska drauminn heima á íslandi..skemmtilegt það..
ég er strax farin að hlakka til IKEA ferðar í næstu viku!!
svo geturu líka tekið Pollýönnu á þetta: "þetta er allt frábært!!!!" Og ekki segja mér að þú ætlar að kjósa kamelljónið Ingibjörgu. ash
hey - þú fékkst þó allavegana íbúð kelling - ekkert rugl! verður örugglega ýkt fínt, hef sko fulla trú á því að þú náir að gera þetta að þínu eigin heimili á no time. En ég er að koma heim á morgun - fimmtudag og mun vera á ölstofunni (don't know why) um klukkan 22.00. heimsókn óskast í læripásu - vertu endielga í bandi:)
sigga min
eg skal kaupa sturtuhengji handklaedi og mottu handa ter beint ur target eda kmart svo ad tu fair ameriskan feeling sendu mer linu hvad lit viltu
kannski hlebarda?
auntie eirika
hi...flott blogg..gangi ter vel ad laera(K)..bey
Skrifa ummæli